Um Okkur
Við, Sigríkur Jónsson og Sigríður Kristjánsdóttir, búum að Syðri - Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum með dætrum okkar Rikku og Söru.
Við útskrifuðumst bæði frá háskólanum á hólum í Hjaltadal með búfræðipróf. Sigríkur er meðlimur í FT félagi tamningamanna og hefur unnið sem dómari( íþrótta og gæðingadómari) til margra ára.
Árið 2003 keyptum við Syðri Úlfsstaði og höfum síðan þá byggt upp býlið og þjónustuna til þess sem boðið er uppá í dag.
Í febrúar 2012 tókum við í notkun 30 hesta hús með eins hesta stíum. Við hesthúsið er gömul hlaða sem notuð er í inniþjálfun. Hesthúsið er bjart og rúmgott og gott að vinna í því.
Frá október 2013 hefur Pia Rumpf unnið með okkur á búinu. Í maí 2019 lauk hún námi frá háskólanum á Hólum sem reiðkennari og þjálfari.
Við rekum þjálfunarstöð, hrossarækt, stóðhestaþjónustu fyrir stóðhestaeigendur auk reiðkennslu hér á landi og erlendis. Sigríkur og Pia bjóða bæði upp á einstaklings og hópkennslu.