Um Okkur

Við, Sigríkur Jónsson og Sigríður Kristjánsdóttir, búum að Syðri - Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum með dætrum okkar Rikku og Söru.

Við útskrifuðumst bæði frá háskólanum á hólum í Hjaltadal með búfræðipróf. Sigríkur er meðlimur í FT félagi tamningamanna og hefur unnið sem dómari( íþrótta og gæðingadómari) til margra ára.

Árið 2003 keyptum við Syðri Úlfsstaði og höfum síðan þá byggt upp býlið og þjónustuna til þess sem boðið er uppá í dag.

Í febrúar 2012 tókum við í notkun 30 hesta hús með eins hesta stíum. Við hesthúsið er gömul hlaða sem notuð er í inniþjálfun. Hesthúsið er bjart og rúmgott og gott að vinna í því.

Frá október 2013 hefur Pia Rumpf unnið með okkur á búinu. Í maí 2019 lauk hún námi frá háskólanum á Hólum sem reiðkennari og þjálfari.

Við rekum þjálfunarstöð, hrossarækt, stóðhestaþjónustu fyrir stóðhestaeigendur auk reiðkennslu hér á landi og erlendis. Sigríkur og Pia bjóða bæði upp á einstaklings og hópkennslu.

Okkar markmið er að gera hvern hest eins góðan og hann getur orðið með þjálfunarplani sem hæfir hverjum einstaklingi. Sama grunn vinnan fer fram með hverjum hesti en hver og einn hefur mismunandi hlutverki að gegna og fá því mismunandi þjálfun sem hentar til að þeir nái sínum besta árangri í því sem þeir eru bestir, hver og einn.
Okkar sýn er að hjálpa hverjum knapa til að finna og þjálfa sinn drauma hest og vinnum að því að knapinn þróist með hestinum sínum. Hestaíþróttir eru einstaklingssport  sem gerir þær flóknar þar sem þjálfa þarf knapa jafnt sem hest til að parið nái þeim árangri sem ætlast er til.
Ástríða fyrir hestum
Við brennum fyrir hrossum, tamningu þeirra og þjálfun, hrossarækt kennslu, keppni og öllum öðrum verkum sem þarf að vinna á hrossaræktarbúi og tamningastöð.

Upplýsingar

Hringið í 8937970 eða 8483685 eða sendið á sydriulfsstadir@gmail.com til að fá nánari upplýsingar um hross eða þjónustu.

Það er velkomið að kíkja í heimsókn og skoða söluhrossin, slá á þráðinn eða senda

okkur tölvupóst til að panta reiðkennslu fyrir einstaklinga og hópa.