Gnýr frá Syðri-Úlfsstöðum
Faðir: Stáli frá Kjarri
Móðir: Prýði frá Skefilsstöðum
Lýsing:
Gnýr er stór geldingur, 140 cm á herðakamb. Gnýr er fjórgangari með mjög góðar gangtegundir og rúmur á þeim öllum. Hann er fallegur, geðgóður og hefur verið notaður í nánast hvað sem er. Sætisæfingar, rekstrarferðir, teymingar, útreiðar og keppni. Gnýr er viljugur og stórstígur með sveigjanleika á öllum gangi. Okkur líkar afar vel við hann og bíður eftir að gleðja tilvonandi eiganda.